Bílar og önnur skemmtileg tól

Bílarnir mínir - Bílaskrif - Annað efni

Bílarnir mínir

Eftir að hafa keyrt MMC Galant og Lödu Sport foreldranna fjárfesti ég loksins í mínum eigin bíl. Kagginn sá var BMW 316i '92 (E36). Eftir það var ekki aftur snúið og í febrúar 2001 seldi ég hann og keypti annan þrist, nýjan 318i '01 (E46) í þetta skiptið. 318i E46 bílinn átti ég til 30. apríl 2004, mikill söknuður þar á ferð! Nú keypti ég mér aftur E36 bíl en í þetta skiptið 328i '96. Held mig semsagt enn við þristinn.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af bílunum og upplýsingar.

E36 328i '96

mynd af 328i mynd af 328i

Fyrst af öllu verð ég að nefna vélina í þessum bíl, hún er alveg frábær. 2.8L 193hö M52 er alveg að virka. Hann er skráður 7.3 í 100 og ég er ekkert að rengja það. :-) Beinskiptingin gerir hann líka óneitanlega mjög skemmtilegan í akstri. Almennt er bíllinn ágætlega búinn, ///M pakkinn er til staðar, stuðarar, sílsalistar, sæti, stýri og fjöðrun. Loftkæling, topplúga og bakkskynjarar má nefna sem maður er ekki vanur úr fyrri bílum.

E46 318i '01

mynd af 318i mynd af 318i

E46 bíllinn er alger snilld og alveg ótrúlega skemmtilegur bíll, bæði í þægindum og aksturseiginleikum. Vélin er 1.9L 118hö sem eru vel nýtt þó þetta sé auðvitað enginn brjáluð spyrnugræja en aksturseiginleikarnir eru aftur á móti alveg frábærir, fjöðrunin passlega stíf og alltaf hægt að hafa gaman af beygjum og hringtorgum án þess að vera eitthvað hastur. Bremsurnar eru líka alveg þrælgóðar og björguðu manni nokkrum sinnum í brjálæðinu hér í Reykjavík. Dekkin á 16" BMW felgum sem er nokkuð passlegt upp á að geta keyrt sæmilega á malarvegum. Eyðslan er mjög nett þar sem hann er að eyða í langkeyrslu um 7 lítrum og jafnvel aðeins niður fyrir það. Í innanbæjar/blönduðum akstri innan höfuðborgarsvæðisins er hann í ca. tæplega 10 til rúmlega 11 eftir því hversu þungur hægri fóturinn er.

vélin í 318i

Bíllinn er með Steptronic sjálfskiptingu. Steptronic skiptingin bíður upp á venjulega sjálfskiptingu og einnig valskiptingu þar sem maður getur skipt sjálfur en þó grípur hún alltaf inn í og skiptir niður ef vantar afl eða upp ef komið er á of háan snúning. Einnig er hægt að velja sk. sportmode á sjálfskiptinguna og þá heldur hún bílnum yfirleitt á aðeins hærri snúningi og er almennt sportlegri þegar maður vill aðeins leika sér. Skiptingin lærir einnig inn á akstur ökumanns og gerir það nokkuð fljótt, t.d. ef maður er að keyra nokkuð rólega í smá stund er skiptingin allt öðru vísi en ef maður er að gefa inn og með smá "læti". Þetta getur verið nokkuð skondið ef maður hefur kannski verið að leika sér aðeins kvöldið áður og ætlar svo í rólegheitum í vinnuna morguninn eftir þá er eins og bíllinn vilji aðeins spretta úr spori. Hljómar kannski fáránlega en gaman samt. :-)

frammí 318i

Innra rými bílsins er alveg ótrúlega vel hannað og umgjörð um rofa og öll stjórntæki þvílík snilld, það er hreinlega allt nákvæmlega á réttum stað og mjög auðvelt að finna allt án þess að líta af veginum. Takkar og rofar eru stórir og þarf ekki að nota tannstöngla til að ýta á takka til að skipta um rás á útvarpinu eins og á svo mörgum útvörpum í dag. Miðjustokkurinn snýr líka aðeins að ökumanninum sem er nákvæmlega eins og það á að vera! Annað sem mér finnst að ætti að vera sjálfsagt en er greinilega ekki miðað við aðra bíla sem ég hef prófað er að armpúðinn á milli framsætanna er í nákvæmlega sömu hæð og "armpúðinn" í hurðinni. Þannig getur maður tyllt olnbogunum niður á langkeyrslu án þess þó að vera með eitthvað verra grip á stýrinu. Sætin eru mjög þægileg og styðja vel við mann, það er vel hægt að bruna frá Akureyri til Reykjavegur í einum rykk án þess að verða eitthvað snarskakkur og skældur.

Búnaðarlisti ala bílasolur.is: 6 líknarbelgir (framan, í hurðum og "gardínur"), spólvörn (ASC+T), ABS, geislaspilari, sportstýri, rafmagn í rúðum (að framan), armpúði, sjálfskipting (Steptronic), 16" felgur, sumar- og vetrardekk, aksturstölva (sýnir meðaleyðslu, meðalhraða, kílómetra eftir á bensíntanki og útihita)

Einhverntíman velti ég fyrir mér hvernig bíllinn myndi líta út með glær stefnuljós og fór að leika mér með myndir af honum. Hér eru niðurstöðurnar. Eftir að velta þessu aðeins fyrir mér ætla ég að hinkra eitthvað með þetta því það eru jú svotil allir bílar í dag, sama hvaðan þeir eru (*hóst* japanskar druslur *hóst*), með glær stefnuljós. Því ekki að vera aðeins "öðruvísi" með orginal. Amk. í bili. ;-)

E36 316i '92

mynd af 316i mynd af 316i

Gamli góði! BMW 316i E36, 1.6L, 99hö beinskiptur. Virkilega skemmtilegur bíll og kom mér snarlega á bragðið. ;-)

Bílaskrif

Nokkrar greinar og önnur skrif tengd bílum og umferð.

Annað efni:


Ingimar Róbertsson