Finndu út hvernig BMW þú ert með því að svara eftirfarandi spurningum.

1. Þig vantar stól í stofuna, hvernig stól myndirðu fá þér?
Lazy Boy, ekki spurning!
Myndi taka mót af bakendanum og smíða carbon fiber stól.
Stól? Þarf engan stól í stofuna þar sem ég er öllum stundum í bílnum!
Tíu manna leðursófa.
Einfaldur kollur er allt sem þarf!

2. Ef BMW væri ekki til, hvernig bíl myndirðu helst keyra?
Benz eða eitthvað annað þýskt.
Breskan bíl, helst einhvern lítinn og sportlegan.
Japanskan sportbíl.
Amerískt stál!

3. Hvaða drykkur finnst þér bestur?
Ekkert er betra en gamalt og gott koníak eða jafnvel viskí og helst skola niður með góðum vindli.
Kókakóla Fanta Lemon Sprite!
Rauðvín og hvítvín er málið.
Alveg sama svo lengi sem drykkurinn er áfengur!
Vatn

4. Bíllinn þinn bilar út á miðjum Skeiðarársandi, hvað gerir þú?
Hringi í pabba og bið hann að redda mér.
Er með allt sem ég þarf til að laga hann í skottinu.
Hringi í verkstæðið og læt þá sækja hann og læt svo sækja mig á þyrlunni.
Skil hann eftir og húkka mér far.

5. Eftirlætis bíltúrinn
Miðbæjarmiðnæturrúnturinn.
Ferðalög út á landi.
Í og úr vinnu.
Hvaða keppnisbraut sem til er (AutoX, Gokart, Kvartmíla, ...).

6. Hvað finnst þér skemmtilegast að horfa á?
James Bond.
Monty Python.
Fast and the Furious eða aðrar svipaðar.
Horfi bara á það sem er í imbanum í það og það skiptið.

7. Hvað er það fyrsta sem þú segir við sölumanninn í B&L?
"Ertu kominn með eitthvað nýtt handa mér?"
Þarf ekkert að tala við hann, ég veit miklu meira en þeir um BMW.
"Hvað kostar trekvarts hosuband í aftari hluta innsogssnepilsins?"
"Neinei, bara að skoða."

8. Eftirlætisíþróttagreinin.
Fótbolti
Krikket
Billjard


Hvaða BMW er ég prófið - v1.0
© 2003 - Ingimar Róbertsson
BMWkraftur.is