Loksins biðskilda!

Í nóvember 2001 var sett biðskildumerki við enda Sölvhólsgötunnar (inn á Ingólfsgötu) og kætti það mig svo að ég skrifaði stutta grein á Bílaspjallið:


Mikið var ég feginn á föstudaginn þegar ég keyrði út Sölvhólsgötuna og inn á Ingólfsstrætið (sem ég geri tvisvar á dag flesta daga). Þarna hefur alltaf gilt hægri réttur þannig að þeir sem koma út af Sölvhólsgötunni eiga réttinn fyrir þeim sem koma niður Ingólfsstrætið. En núna er komið skínandi fínt biðskyldumerki við endan á Sölvhólsstrætinu, Húrra!

Hingað til hefur alltaf gilt nokkursskonar biðskylda því Íslendingar kunna jú ekki á hægri réttinn. Reglan sem virðist gilda í hugum flestra ökumanna er að 'gatan mín er stærri/breiðari og þar af leiðandi á ég réttinn'. En þetta efni er alveg efni í seinni tíma pistil svo ég segi bara enn og aftur: Húrra fyrir biðskyldunni á Sölvhólsgötunni! :-)


© 2002 - Ingimar Róbertsson

til baka...