M3 hliðarspeglar í BMW E36 '96

Hér er lýsing á því hvernig skipt er um hliðarspegla, í þessu tilfelli settir "M3 style" speglar í stað original speglanna.

Fyrst þarf að taka af plasthlífina innan á hurðinni með því að stinga skrúfjárni á bak við til að losa smelluna ofarlega á hlífinni. Myndin sýnir ca. afstöðuna á skrúfjárninu miðað við smelluna á bak við.

Það er vissara að vefja límbandi um skrúfjárnið svo það rispi síður plötuna og/eða hurðina.

Eftir að smellan er laus er hlífinni lyft aðeins upp og frá hurðinni.

Bakhliðin á hlífinni. Ekki verra að vita hvernig þetta lítur út áður en maður fer út í þetta þar sem það þarf að vinna eiginlega í blindni með skrúfjárninu að losa smelluna.

1. Smellan sem var losuð með skrúfjárninu

2. Festingar sem hlífinni er lyft upp og út til að losa

3. Festing fyrir víratengið

Hér sést tengið betur og skrúfurnar þrjár merktar sem halda speglinum (ein skrúfan er reyndar á bak við svampinn. Búið er að losa tengið af hlífinni og fjarlægja hlífina.

Þegar skrúfurnar eru losaðar þarf að passa að halda við spegilinn svo hann skelli ekki á hurðinni og skemmi út frá sér.

Nú er spegillinn farinn og tengið laust, ath. að gúmmí einangrunin fer með snúrunni og speglinum þar sem önnur er á nýja speglinum.

Á myndinni sést líka að svampurinn rifnaði vinstra megin. :-( Gerir ekki stórt til ef varlega er farið þegar hlífin er sett aftur á og þar að auki er hann festur við hlífina.

Að utan þegar spegillinn er farinn. Það er ekki verra að nota tækifærið og þrífa vel þarna á bak við. Sjálfur þreif ég og setti smá bón á.

Fyrir:

Eftir:

Hér sjást speglarnir lausir, bæði gamli og nýji.

Nú er búið að skrúfa nýja spegilinn á og á þessari mynd sést hvar víratengið er komið á sinn stað á plasthlífinni áður en hún er sett á sinn stað.

Ein nærmynd af speglinum kominn á sinn stað. Allar athugasemdir um hvað bíllinn er óhreinn eru vinsamlegast afþakkaðar. :-)

Nokkrar myndir sem voru teknar í miðri aðgerð þar sem. Þarna sést vel munurinn á gömlu og nýju speglunum.

Og loks ein mynd (frekar slök, betri myndir koma síðar) af bílnum með tvo nýja spegla. Allt annað að sjá gripinn! :-)

Og loks myndir sem sýna muninn á útsýni ökumanns í gamla og nýja speglinum. Þetta var ein helsta ástæðan að ég ákvað að gera þetta strax að skipta um spegla þar sem gömlu speglarnir voru ekki tvískiptir. Tvískiptingunni hafði ég vanist í E46 bílnum.

Bíllinn var ekkert hreyfður á milli myndanna og þær eru teknar úr ökumannssætinu. Eins og sjá má á slöngunni á veggnum á bak við bílinn munar ansi miklu á útsýninu. Bigger ain't always better. ;-)


Ingimar Róbertsson