Ingimar Róbertsson

Sími: 895-6342

Netfang: iar@pjus.is
Veffang: http://www.pjus.is/iar/

Störf

Opin kerfi

2013 (feb) -

Kerfisstjóri hýsingar.

Advania (hét áður Skýrr)

2002 (okt) - 2013 (feb)

Rekstur VMware kerfa (VMware vSphere 4 & 5, ESX/ESXi, vSphere, HA, DRS, VDR, vCloud). Rekstur vélasala, netþjóna (rackmount/blade, Dell/HP, diskakerfa (FC SAN, EMC/HP/IBM/Cisco/Brocade) og afritunarkerfa. Unix kerfisumsjón, Linux, Solaris og HP-UX. Aðstoð við rekstur Oracle og Oracle E-Business Suite á Unix/Linux kerfum. On-site support fyrir Teradata kerfi.

1996 (jún) - 2001 (mar): Unix kerfisstjóri / kerfisforritari

Unix kerfisstjórn á Linux og HP-UX vélum m.a. póstmiðlurum, nafnamiðlurum, vefþjónum, SNA gátt o.fl. Innanhússforritun tengd kerfisstjórnum s.s. vefrænt aðgangsstýringakerfi. Mat á vél- og hugbúnaði vegna innkaupa. Aðstoð við gagnagrunnsstjóra við uppsetningu og keyrslu á gagnagrunnum, Oracle og DB2. Uppsetning og umsjón á PIX eldveggjum og ýmis vinna og skipulagning tengd víð- og staðarnetum Skýrr. Inn í þessi störf blandaðist einnig þjónusta við endabúnað hjá notendum, bæði innanhúss og utan. Til gamans má nefna umsjón með (líklega) fyrstu Linux uppsetningu á IBM S/390 mainframe á Íslandi.

Íslensk erfðagreining

2001 (mar) - 2002 (sept): Gagnaöryggisstjóri

Öryggisúttektir, vinna tengd gagnagrunni á heilbrigðissviði - þ.á.m. vinna við Common Criteria staðalinn. Almenn gagnaöryggismál s.s. vinna við innleiðingu ISO-17799, ráðgjöf og eftirlit í öryggismálum, úttekt á netkerfi (penetration testing). Uppsetning og rekstur á PKI (Public Key Infrastructure) kerfi, útgáfa á rafrænum skírteinum m.a. á snjallkort (smartcard). Rekstur og umsjón á skjalastjórnunarkerfi.

Íslenska menntanetið

1995 - 1996: Notendaþjónusta

Almenn notendaþjónusta. Meðal annars uppsetning á innhringibúnaði, PPP, SLIP, Trumpet, uppsetning og viðhald á aðstoðarvef Íslenska menntanetsins o.fl.

Íslenska álfélagið - ÍSAL

1991 - 1995: Flutningadeild, sumarstarf

Ýmis verkefni hjá ÍSAL, m.a. lesta og afferma flutningaskip, lyftaravinna, akstur og flutningar og ýmis önnur verkefni á svæðinu.

Menntun

Þekking og reynsla

Námskeið, ráðstefnur og próf

Hef einnig tekið nokkur Brainbench próf:

Annað

Stofnfélagi og framkvæmdastjóri Pjúsarafélags Íslands og rek fyrir félagið Linux miðlara sem keyrir vefmiðlara, póstmiðlara, gagnagrunn og tilheyrandi með nokkrum lénum tengd starfssemi félagsins og félagsmanna.

Hef alltaf verið "frístundaforritari", þ.e. hef haft áhuga á forritun, sérstaklega fyrir vef og kerfisrekstur, til dæmis varðandi vöktun og eftirlit. Fyrsta stóra vefforritunin var líklega UppskriftaWWWefurinn sem fór í loftið snemma á árinu 1994. Upphaflega var vefurinn skrifaður í Perl með smá aðstoð m.a. frá awk og sed. Nokkrum árum seinna var vefurinn endurskrifaður og þá eingöngu í Perl. Útgáfan sem nú keyrir er skrifuð alfarið í PHP og notar MySQL gagnagrunn.

Annað vefverkefni sem spratt út úr bílaáhuga mínum var áhugamannavefurinn Bílaspjall.is (ekki lengur í loftinu) sem notaði vefumsjónarkerfið PostNuke sem ég þýddi á íslensku og hélt þeirri þýðingu við í einhvern tíma. Fleira tengt bílaáhuganum má nefna að ég hef forritað fyrir BMWKraft, áhugamannaklúbb BMW eigenda og séð um ýmis tæknimál fyrir klúbbinn ásamt því að sitja í stjórn.

Einnig má nefna Tenglasafnið sem ég skrifaði í PHP og MySQL og er nokkurskonar miðlæg bókamerkjagræja.

Sumum finnst það segja margt um tölvufólk/nörda hvaða tölvur þeir hafa átt um ævina. Í stuttu máli sagt þá var fyrsta tölvan mín Sinclair Spectrum 48K, næsta var Amiga 500 og svo Amiga 3000. Eftir það datt ég svo loksins inn í PC heiminn með kaupum á Intel 486 PC (eitt það fyrsta sem ég auðvitað gerði var að setja inn Slackware Linux af ca. 20-30cm stafla af diskettum). Eftir 486 tölvuna hafa svo komið nokkrar PC (Intel) tölvur, yfirleitt með einhverri blöndu af Linux og Windows uppsettu á þeim.

Af öðrum áhugamálum, minna tölvutengdum er hægt að nefna badminton sem ég spila reglulega. Allar græjur heilla og áhugamál sem þeim tengjast, til dæmis ljósmyndun. Bílarnir og mótorsportið hafa alltaf heillað og hef tekið þátt í klúbbastarfi því tengdu, til dæmis með stjórnarsetu í BMWKrafti og Driftdeild AÍH.