Litli frændi Matthías

Ég eignaðist lítinn sætan frænda 18. mars 2002 og sem móðurbróðir drengsins ber mér auðvitað skylda til að dekra hann eins og ég get og best að byrja á því tileinka honum smá heimasíðu. Auðvitað er tilgangurinn með henni líka svoldið að monta mig af frændanum. :-)

Hann er semsagt ekkert smá sætur hnoðri! Fæddist ca. 17 merkur og 55cm þann 18. mars 2002, á afmælisdegi móður sinnar. Litli guttinn beið þar til 13 mín eftir miðnætti til að gefa mömmu sinni bestu afmælisgjöf í heimi.

Matthías Hjörtur Hjartarson var skírður þann 19. maí 2003 og ekki minnkuðu skyldur mínar að dekra hann og passa á alla kanta við að fá að njóta þess heiðurs að vera guðfaðir drengsins! :-)


Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag. Eða reyndar í gær og hélt veislu fyrir fjölskylduna heima hjá afa og ömmu.

19.03.2005

Ingimar kom í heimsókn og tók nokkrar myndir, ég var í fínu stuði að láta taka af mér myndir og pósaði þvílíkt. Þóttist vera feiminn og allt. :-) Pabbi galdraði líka snuð úr naflanum á mér!

24.06.2004

Spilaði fótbolta við pabba í Hagalandinu. Ég burstaði hann léttilega og líka ömmu!

08.06.2004

Hann á afmæli í dag! Hann á afmæli í dag! Hélt upp á afmæli mitt í dag. Mikið gaman og fékk fín föt í afmælisgjöf. Fullt af mjúkum pökkum. :-)

20.03.2004

Loksins komin jól! Það var voða gaman um jólin, ég fékk fullt af góðum gjöfum og gott að borða.

24.12.2003

Nú fer aldeilis að styttast í jólin! Frændi leit í heimsókn og tók nokkrar myndir. Það var mikið að gera hjá mér, þurfti m.a. að spjalla slatta í símann.

14.12.2003

Fékk að gista hjá Ingimari og Dísu meðan mamma og pabbi voru á árshátið. Það var mjög gaman! Ég var svo duglegur að hjálpa til við uppvaskið og þvottinn.

01.11.2003

Fór í heimsókn til Ingimars og Dísu

31.08.2003

Skrapp í mat til afa og ömmu og kom mér mjög vel fyrir við matarborðið með fætur upp á borði og allt!

12.07.2003

Jæja! Það var mikið að frændi var með myndavélina til að taka nokkrar myndir í viðbót. :-) Ég kíkti í heimsókn til afa og ömmu og hjálpaði aðeins við garðvinnuna og keyrði afa út um allar trissur.

05.07.2003

Nammi namm. Páskar og þá fékk ég auðvitað páskaegg. Því miður var ég ennþá að jafna mig eftir smá veikindi en hresstist allur við páskaeggið! Var líka í óða önn að útbúa geimbúning úr álpappír.

21.04.2003

Jæja, þá er þeim áfanganum náð, ég er farinn að labba. Nú fær enginn stöðvað mig í að ná í áhugaverða hluti í neðri hillunum! :-)

13.04.2003

Rólegheit og gaman daginn eftir afmælið. Höfðum það ágætt daginn eftir afmælisveisluna, lék mér með pabba í sófanum og svo kom lítið loðið forðudýr á heimilið.

24.03.2003

Fyrsta afmælisveislan mín! Fullt af gestum komu í heimsókn og það var voða gaman! Ég fór til dæmis á kostum á trommusettinu mínu.

23.03.2003

Hjálpaði mömmu og ömmu að baka nokkrar kökur fyrir afmælisveisluna okkar mömmu. Þetta hefði aldrei gengið ef ég hefði ekki hjálpað þeim! Tók líka nokkur skref til að sýna frænda hvað ég er duglegur að labba.

22.03.2003

Ingimar frændi náði nokkrum myndum af mér koma labbandi heim að Hagalandinu. Það fer að styttast í að hann nái engri mynd af mér nema hreyfðum þegar ég hleyp um. ;-)

22.02.2003

Loksins komið að fyrstu jólunum mínum! Pabbi og mamma halda að ég hafi fengið ca. 1001 gjöf. Eða amk. næstum því svo mikið því það hefur aldrei verið eins mikið af gjöfum undir jólatrénu á Hagalandinu! Gleðileg jól til allra og takk fyrir allar gjafirnar og takk líka fyrir árið sem er að líða!

24.12.2002

Jæja.. mér tókst að draga frænda með í sundið og taka nokkrar myndir af sundkappanum mér. :-) Ég er orðinn ekkert smá klár í sundi, farinn að stinga mér og allt!

25.11.2002

Það var mikið að Ingimar frændi kom með myndavélina og tók nokkrar myndir af mér til að setja á síðuna! Að vanda sýndi ég mínar bestu hliðar þó ég væri svoldið kvefaður og með 6 nýjar tennur að angra mig.

10.11.2002

Fékk mér smá mat og kleinubita í eftirrétt og sýndi Ingimari frænda nýja Formúlubílinn minn.

24.09.2002

Skrapp til Akureyrar með pabba, mömmu, Ingimari og Dísu. Það var mjög gaman að fá að sitja "innpakkaður" í sófanum. :-)

2.-6.08.2002

Mátti ekkert vera að því að taka á móti gestum því ég var upptekinn í tölvunni.

31.07.2002

Ingimar kíkti aðeins í heimsókn og tók að vanda nokkrar myndir.

29.06.2002

Var að borða og fékk mér svo lúr og lét gestina bara sjá um sig sjálfa.

21.06.2002

Dísa og Ingimar kíktu aðeins inn og tóku nokkrar myndir af mér og litla brussinu sem heitir víst Amorella í dag. :-)

02.06.2002

Matthías Hjörtur Hjartarson heiti ég! Nokkrar myndir úr skírninni og skírnarveislunni.

19.05.2002

Ingimar frændi kíkti í heimsókn og ég sýndi allar mínar bestu hliðar. :-)

07.05.2002

Gaman heima á fyrsta maí. Sýndi frænda hvað ég er duglegur að sitja og halda höfðinu sjálfur. Svo var ég orðinn svolítið þreyttur eftir þetta allt saman og lagði mig.

01.05.2002

Ég skrapp í heimsókn til Önnu Ástu frænku og hitti þar Hjört afa minn og fullt af fólki.

28.04.2002

Ég fór í fyrstu heimsóknina mína til Dísu og Ingimars frænda og skemmti mér konunglega (og lagði mig líka aðeins).

20.04.2002

Mamma vildi endilega fá að sjá þessar myndir til að setja í bakgrunninn hjá sér.

30.03.2002

Og nokkrar í viðbót :-)

28.03.2002

Og enn fleiri myndir af honum með Hagalandsfjölskyldunni, núna orðinn 5 daga gamall. Mjög efnilegur ungur drengur og farinn að ná nokkuð góðum grettum. :-)

23.03.2002

Hér eru nokkrar myndir af honum eftir að hann var kominn heim, ekki orðinn eins dags gamall!

18.03.2002


Síðast breytt: 26.06.2004
Ingimar frændi