Hugbúnaður

Ýmis hugbúnaður

Hér er ýmis hugbúnaður sem ég hef skrifað eða geymi til að hafa við höndina.

Tenglasafnið

Tenglasafnið er skrifað í PHP og notar MySQL gagnagrunn til að geyma og flokka veftengla og er ætlað sem nokkurskonar miðlægan bookmark fídus fyrir einstaklinga og jafnvel minni félög.

Tenglasafnið er með létta admin síðu og login möguleika og bíður upp á lítið Bookmarklet sem er hægt að setja í vefráparann svo hægt sé að bæta vefsíðum inn á tenglasafnið með einum músarsmelli.

Hægt er að flokka tenglana í flokka og undirflokka og einnig er í Tenglasafninu minniháttar aðgangsstýring þar sem hægt væri að gefa upp sérstök notandanöfn og lykilorð sem hafa t.d. réttindi til að samþykkja innsenda veftengla en þó ekki réttindi til að bæta við flokkum eða henda veftenglum.

Sem stendur er græjan ekki mikið skjöluð en kóðinn er aðgengilegur skv. GNU General Public License. Ég bið þá sem breyta kóðanum eitthvað, t.d. til að bæta við fídusum eða laga holur eða galla endilega að senda mér breytingarnar svo ég geti bætt því við Tenglasafnið.

Dæmi um notkun Tenglasafnsins er að finna á heimasíðunni minni þar sem ég nota þetta sjálfur sem dagleg bókamerki: Tenglasafn Ingimars

Hugbúnaðinn er svo hægt að sækja hér: Tenglasafnið - útgáfa 1.06 (útg. 2003-10-02)

Vartölutékk á kennitölum

Lítið og nett PHP fall sem hægt er að nota til að tékka réttleika kennitalna.


Ingimar Róbertsson